Færsluflokkur: Bloggar
13.7.2009 | 01:40
já, furðulegt..
Á nú að fara að bólusetja alla og strax búið að gera samninga.
Ef horft er til annarra landa þar sem þessi "skæða" flensa hefur vaðið uppi, má sjá að áhrif hennar eru hvorki meiri né minni en af hefðbundinni flensu. Haft var hátt um þessa flensu á sínum tíma, nei, það er ekki rétt orðað, fjölmiðlafár er rétta orðið. Var henni líkt við hina alræmdu fuglaflensu, sótthreinsandi efni og andlitsgrímur seldust upp hér á landi.
Og nú á að fara að bólusetja alla...hemmm, þarf ekki einhver að segja ráðamönnum frá staðreyndum hér? Staðreyndin er sú að þessi flensa er ekki skæðari en hver önnur flensa, og hvað þá jafnskæð og flensan 1918 (eins og fjölmiðlar vildu halda fram á sínum tíma)
Besta ráð við flensu er, fyrirbyggjandi hollt mataræði, góður skammtur af C vítamíni og hvíld ef manneskjan veikist.
kveðjur
Efasemdamanneskjan!
Bólusetja alla Norðmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 14:03
Húðin og utanaðkomandi efni
Mér finnst alltaf svo merkilegt þegar er verið að birta fréttir um húðkrabbamein og sólina. Aldrei er talað um, í þessu samhengi, hvað fólk er að láta á húðina á sér dagsdaglega og hvaða efni (samþykkt og ósamþykkt) eru í þessum kremum og sápum, en þess í stað er blessaðri sólinni kennt um allt saman.
Ég veit að undanfarin ár hefur ósonlagið þynnst og er talað um að þannig eigi geislar sólar greiðari leið að óvarinni húð til þess að valda skaða. (já því eftir allt saman er blessuð sólin illskan uppmáluð, það er ekki eins og við þörfnumst hennar til þess að vinna D-vítamín úr fæðunni eða eitthvað ;)
Ég veit líka að fólk hefur stundað sólbaðsstofurnar grimmt undanfarin ár og það á líka að auka hættuna á því að húðin bregðist ill við og myndi sortuæxli.
En að öllu gamni slepptu myndi ég vilja sjá rannsókn á því hvaða áhrif það hefur á almenna heilsu landans að bera á sig paraben (jarðolía sem er unnin úr hráolíu) og öll tilbúnu efnin sem hafa aðeins gengist undir rannsóknir örstutta stund. Húðin er eins og þúsund opnir munnar, tekur við öllu sem við setjum á hana og hleypir henni inn í kerfið þar sem eiturefnum er frjálst að valda þeim skaða sem þau vilja (ef þau hefðu vilja)
Stöldrum aðeins við og skoðum hvað við erum að setja á okkur. Ég er enginn efnafræðingur en trúi því ekki að allt í einu fari sólin ein og sjálf að taka upp á því að herja á mannkyn með þeirri illkvittni sem um er rætt. Ég vil meina að þetta sé samvirkni af efnunum sem við erum að bera á okkur (sem mörg hver voru óþekkt fyrir 20 árum og jafnvel síðustu viku) og sólinni þegar hún skín á þessi efni.
Bless bless í bili
Húðkrabbamein áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)