29.5.2009 | 14:03
Húðin og utanaðkomandi efni
Mér finnst alltaf svo merkilegt þegar er verið að birta fréttir um húðkrabbamein og sólina. Aldrei er talað um, í þessu samhengi, hvað fólk er að láta á húðina á sér dagsdaglega og hvaða efni (samþykkt og ósamþykkt) eru í þessum kremum og sápum, en þess í stað er blessaðri sólinni kennt um allt saman.
Ég veit að undanfarin ár hefur ósonlagið þynnst og er talað um að þannig eigi geislar sólar greiðari leið að óvarinni húð til þess að valda skaða. (já því eftir allt saman er blessuð sólin illskan uppmáluð, það er ekki eins og við þörfnumst hennar til þess að vinna D-vítamín úr fæðunni eða eitthvað ;)
Ég veit líka að fólk hefur stundað sólbaðsstofurnar grimmt undanfarin ár og það á líka að auka hættuna á því að húðin bregðist ill við og myndi sortuæxli.
En að öllu gamni slepptu myndi ég vilja sjá rannsókn á því hvaða áhrif það hefur á almenna heilsu landans að bera á sig paraben (jarðolía sem er unnin úr hráolíu) og öll tilbúnu efnin sem hafa aðeins gengist undir rannsóknir örstutta stund. Húðin er eins og þúsund opnir munnar, tekur við öllu sem við setjum á hana og hleypir henni inn í kerfið þar sem eiturefnum er frjálst að valda þeim skaða sem þau vilja (ef þau hefðu vilja)
Stöldrum aðeins við og skoðum hvað við erum að setja á okkur. Ég er enginn efnafræðingur en trúi því ekki að allt í einu fari sólin ein og sjálf að taka upp á því að herja á mannkyn með þeirri illkvittni sem um er rætt. Ég vil meina að þetta sé samvirkni af efnunum sem við erum að bera á okkur (sem mörg hver voru óþekkt fyrir 20 árum og jafnvel síðustu viku) og sólinni þegar hún skín á þessi efni.
Bless bless í bili
Húðkrabbamein áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úbbosí...paraben eru ekki jarðolía heldur rotvarnarefni notuð m.a. í snyrtivörum. paraben eru sum talin krabbameinsvaldandi í miklu magni en þar er ekki verið að tala um húðkrabbamein.
Gott og blessað, við fáum D vítamín frá sólinni, en maður þarf ekki að liggja í henni í marga tíma og brenna til að fá vítamínið sitt, 10 mínútur á dag fyrir fólk með ljósa húð án sólarvarnar!
Kata (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:15
Ófyrirleitin snyrtivörufyrirtæki nota á kaldhæðinn hátt skilgreiningu efnaiðnaðar á „lífrænt" – sem er einnig skilgreint í orðabókinni sem „ efni sem inniheldur kolefnisatóm" til að blekkja rugla neytendur. Þetta er þekkt í iðnaðinum sem blekkingar-auglýsingar svo raunverulega myndin ruglist. Kolefni finnst í öllu sem hefur nokkru sinni verið lifandi. Hagsmunir valdamanna – með því að nota þessa skilgreiningu á lífrænu eru þeir að segja að eitrað jorðolíuefni sem notað er sem rotvarnarefni og kallast Methyl Paraben sé „lífrænt" vegna þess að það er búið til úr náttúrulegum laufum sem rotnuðu fyrir þúsund árum síðan til þess eins að verða hráolía, sem síðan var notuð til að búa til þetta eitraða alls ekki náttúrulega rotvarnarefni sem þeir svo setja í „lífrænar" húðumhirðuvörur.
sceptic (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:32
"All commercially used parabens are synthetically produced, although some are identical to those found in nature. They are produced by the esterification of para-hydroxybenzoic acid with the appropriate alcohol. para-Hydroxybenzoic acid is in turn produced industrially from a modification of the Kolbe-Schmitt reaction, using potassium phenoxide and carbon dioxide."
Kata (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 19:04
http://www.cosmeticsdatabase.com/ - á þessari síðu getur þú seð upplysingar um innihaldið í flestum snyrtivörum.
Mæli líka með http://www.storyofstuff.com/
Godfinds (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 01:47
Ég hef takmarkaðar áhyggjur af efnum í sólarvarnaráburði. Ég viðurkenni þó að ég hef ekki kannað rannsóknir á þessu sviði ítarlega. Sönnargögn fyrir krabbameinsvaldandi eiginleikum útfjólublás ljóss eru mjög sterk og fjölmargar rannsóknir bæði í dýrum og mönnum hafa sýnt fram á að svo sé. Sólin tók ekki nýlega upp á því að "valda krabbameini" og hefur án efa gert það alla tíð. Þó er það svo farið að svartir og miðjarðarhafsbúar eru betur varðir fyrir sólinni frá náttúrunnar hendi sem sést á því að tíðni sortuæxla er 20x hærri hjá hvíta manninum en þeim svarta. Þeir sem eru ljósir á hörund, sérstaklega rauðhærðir, ljóshærðir og freknóttir, ættu því að vera sérstaklega á varðbergi.
Varðandi notkun á sólaráburði þá má vel vera að einhver efni í sólaráburði séu krabbameinsvaldandi. Staðreyndin er þó sú að fjölmargt í okkar umhverfi er krabbameinsvaldandi og er líklegt að okkar venjulega fæða, þá sérstaklega mikið brösuð og steikt orsaki hluta af krabbameinum í dag. Þar að auki er vel þekktur krabbameinsvaldur í almennri notkun á Íslandi sem kallast tóbak. Krabbameinsvaldar eru því allt í kringum okkur. Fólki er frjálst að gera það sem það vill við sína heilsu en eðlilegt er að vara fólk við og hvetja fólk til að forðast vel þekkta krabbameinsvalda, m.a. skaðleg áhrif sólarljóss og tóbaks. Ef þú vilt ekki nota sólarvörn vegna hugsanlegrar hættu af efnum í sólarvörninni þá mælir ekkert gegn því að klæða af sér sólina með léttum flíkum eða vera bara inni þegar sól er hæst á lofti yfir daginn.
Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.